Grasvefari

Fiðrildavöktun 2014 í Einarslundi

Sumarið 2014 var sett upp fiðrildagildra í Einarslundi við Hornafjörð. Þessi gildra var áður á Kvískerjum og fangaði fiðrildi þar undanfarna áratugi. Þann 16. april var kveikt á gildrunni og var það Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum sem gerði það. Fyrstu fiðrildin komu í gildruna um miðjan mai en flest fiðrildi voru í henni við vitjun í lok ágúst, 117 stykki. Þann 12. nóvember var gildran tekin niður og verður sett upp að nýju í april á þessu ári. Umsjón með gildrunni er í höndum starfsmanna Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands og Náttúrustofu Suðausturlands.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölda fiðrilda af sjö algengustu tegundunum sem komu í gildruna í sumar. Tegundargreindar hafa verið 17 tegundir sem komu í gildruna, en eftir er að tegundargreina 16 fiðrildi og gæti því fjöldi tegunda breyst frá því sem hér er sagt.  Heildarfjöldinn sem gildran fangaði yfir sumarið 541 fiðrildi.

Skoða má meiri upplýsingar um fiðrildi á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

fjoldi-i-viku-2014

Súlurit sem sýnir fjölda af algengustu tegundnum 2014

Súlurit sem sýnir fjölda af algengustu tegundnum 2014

Hálfdán Björnsson

Hálfdán Björnsson kveikir á ljósi fiðrildagildrunnar í apríl 2014.

Hálfdán, Björn og Helgi

Hálfdán Björnsson, Björn Gísli Arnarson og Helgi Björnsson við fiðrildagildruna í Einarslundi.