Mælingaferð að Heinabergsjökli
Föstudaginn 4. nóvember fóru tveir starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands með nemendum og kennurum frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og Helgu Árnadóttur frá Vatnajökulsþjóðgarði í mælingaferð að Heinabergsjökli. Fyrirfram höfðu allir nemendurnir ákveðið hlutverk við mælinguna á stöðu sporðsins á Heinabergsjökli. Stórt lón er fyrir framan jökulröndina og því þarf að notast við fjarlægðarmælingar og þríhyrningamælingar. Verkfæri sem […]