FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Mælingaferð að Heinabergsjökli

Föstudaginn 4. nóvember fóru tveir starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands með nemendum og kennurum frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og Helgu Árnadóttur frá Vatnajökulsþjóðgarði í mælingaferð að Heinabergsjökli. Fyrirfram höfðu allir nemendurnir ákveðið hlutverk við mælinguna á stöðu sporðsins á Heinabergsjökli. Stórt lón er fyrir framan jökulröndina og því þarf að notast við fjarlægðarmælingar og þríhyrningamælingar. Verkfæri sem […]

Náttúrustofa Suðausturlands og Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu fjárfesta saman í dróna

Nýlega bættist í tækjabúnað Náttúrustofu Suðausturlands og Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu. Að þessu sinni var fjárfest í DJI Phantom 4 dróna. Nokkrir aðilar styrktu kaupin, Landsbankinn, Nettó, Skinney-Þinganes, flutningadeild KASK og Uppbyggingasjóður Suðurlands. Dróninn kemur til með að nýtast Náttúrustofu og FAS vel við margvísleg verkefni. Nefna má eftirlit og mælingar á jöklum, ekki síst […]

Septemberúrkoma á Höfn 2016

Úrkoma á Höfn síðastliðin september mældist í heildina 245,2 mm. Það er um 230% af 30 ára meðal mánaðarúrkomu áranna 1961-1990. Ef skoðuð er mánaðarúrkoma septembermánaða síðustu 50 ára á Höfn, í Akurnesi og í Hjarðarnesi, lendir þessi nýliðni september í fjórða sæti, hvað varðar úrkomumet. Mesta úrkoma á þessum stöðvum í september mældist árið […]

Nýr starfsmaður hjá Náttúrustofu Suðausturlands á Kikjubæjarklaustri

Í dag tók til starfa nýr starfmaður hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Hún heitir Rannveig Ólafsdóttir og verður með starfsaðstöðu í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri. Rannveig er frá Mörtungu í Skaftárhreppi og er með B.Sc próf í líffræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannveig mun meðal annars vinna að gerð […]

Fiðrildavöktun 2015 á Suðausturlandi

Sumarið 2015 voru settar upp þrjár fiðrildagildrur á vegum Náttúrustofu Suðausturlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Tvær gildrur í Einarslundi við Hornafjörð á tveimur ólíkum stöðum í lundinum og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 16. apríl var kveikt á gildrunum og loguðu þær langt út í nóvember. Fyrstu fiðrildin viddust á Höfn […]

Skógarmítlar finnast á Höfn í Hornafirði

Nokkrir skógarmítlar hafa nú fundist á Höfn í Hornafirði. (Mynd 1 og 2). Skógarmítill er blóðsuga sem sest á ketti, hunda og menn, en talið er að þeir berist til landsins með fuglum. Þetta er ekki fyrsta skipti sem skógarmítill finnst á Íslandi en hann er þó fágætur ennþá. Mynd 3 sýnir skógarmítil sem fannst […]

Grunnrannsóknir lífríkis við Míganda í Skarðsfirði

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um grunnrannsóknir lífríkis við Míganda í Skarðsfirði sumarið 2015. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar en samstarfsaðilar voru Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, Jón S. Ólafsson á Veiðimálasofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu og Náttúrufræðistofunun Kópavogs. Mígandi er dragá sem rennur í Skarðsfjörð. Fyrir um 40 […]

Sérfræðingur óskast á Náttúrustofu Suðausturlands

Sérfræðingur óskast til starfa á Náttúrustofu Suðausturlands, Kirkjubæjarklaustri. Starfið er laust frá 1. ágúst 2016 eða eftir nánara samkomulagi. Skilyrði fyrir ráðningu er búseta á Kirkjubæjarklaustri eða í Skaftárhreppi. Helstu verkefni Þátttaka við gerð hættumats vegna jökulhlaupa á Skaftársvæði, í samstarfi við Veðurstofu Íslands. Samantekt skýrslu á fyrirliggjandi gögnum um jökulvötn í Skaftárhreppi og áhrif […]

Sýni úr steinasafni Þorleifs Einarssonar í Nýheimum

Inni í Nýheimum hafa verið settir upp nokkrir steinar og steingervingar úr steinasafni Þorleifs Einarssonar. Hann gaf Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði safnið sitt og er það nú hýst hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Nú hafa verið valin nokkur eintök til sýningar í sýningarborð framan við bókasafnið í Nýheimum og einnig í glerskápum á eftir […]