FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Helsingjar merktir á Breiðamerkursandi sumarið 2017

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands, Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt fleirum tóku þátt í að merkja helsingja á Breiðamerkursandi í lok júlí. Verkefnið er hluti af stærra fuglamerkingaverkefni á vegum Arnórs Sigfússonar, dýravistfræðings hjá Verkís, fuglafræðinga hjá Wildfowl & Wetlands í Bretlandi (http://www.wwt.org.uk/) og Halldórs Walters Stefánssonar á Náttúrustofu Austurlands. Eru þessar merkingar m. a. liður í því […]

Sumarstarfsmenn

Í sumar munu tveir sumarstarfsmenn starfa hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Pálína Pálsdóttir hóf störf 1. júní og mun hafa aðsetur í Skaftárhreppi. Hún mun vinna í samstarfsverkefni með Landgræðslunni – „Bændur græða landið“ og einnig í verkefni um ágang gæsa í ræktarlönd. Eiríka Ösp Arnardóttir hóf störf 7. júní og mun vinna við set- og kornastærðargreiningu […]

Skógarmítlar á Höfn vorið 2017

Þetta vorið hafa fundist nokkrir skógarmítlar á Höfn í Hornafirði. Skógarmítill er blóðsuga sem sest á fugla, ketti, hunda og menn, en talið er að þeir berist til landsins með fuglum. Þetta er ekki fyrsta skipti sem skógarmítill finnst á Íslandi en hann er þó fágætur ennþá. Mynd 1 sýnir skógarmítil sem fannst á Ísafirði […]

Sýning á kortum og myndum í anddyri ráðhúss Hornafjarðar

Á vegum Náttúrustofu Suðausturlands verður í dag opnuð sýning í anddyri ráðhúss Hornafjarðar á kortum og myndum sem sýna jökla og jöklabreytingar. Sýningin er hluti af ráðstefnu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Höfn, Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sem nefnist  „Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu.“  Ráðstefnan verður haldin 28.-30. apríl, en sýningarnar í ráðhúsinu, í […]

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2017

Fjórði ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn á Icelandair Hótelinu á Kirkjubæjarklaustri miðvikudaginn 29. mars 2017  kl. 20:00. Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Kvískerjajöklar – Jöklabreytingar í ljósi gamalla ritheimilda og vitnisburðar Kvískerjabræðra: Snævarr Guðmundsson Kynning á verkefninu „Hættumat vegna jökulvatna í Skaftárhreppi“: Kristín Hermannsdóttir. Stærsti sjónauki til […]

Stjörnuskoðun í kvöld, fimmtudaginn 2. mars 2017

Í kvöld lítur út fyrir ágæt skilyrði til stjörnuskoðunar. Því ætlum við að bjóða áhugasömum í heimsókn í stjörnuhúsið á Markúsarþýfishól á milli 19:30 og 20:30. Áhersla verður lögð á að skoða tunglið og reikistjörnuna Venus, sem er hátt á lofti um þessar mundir. Þeir sem eiga sjónauka eru hvattir til að koma með þá.

Spurningakönnun vegna vinnu við hættumat vegna Skaftárhlaupa

Í kjölfar umfangsmikils Skaftárhlaups haustið 2015 var ákveðið að vinna formlegt hættumat fyrir vatnasvið Skaftár í Skaftárhreppi. Hefur Veðurstofa Íslands, ásamt Náttúrustofu Suðausturlands, útbúið spurningakönnun þar sem kallað er eftir viðhorfum íbúa Skaftárhrepps við Skaftárhlaupum, sem skipta miklu máli varðandi það hvernig hið endanlega hættumat mun verða formað. Markmiðið er að meta hættu af völdum […]

Náttúrustofa Suðausturlands- Horft um öxl í árslok

Eystrahorn birtir í jólablaði sínu árið 2016 viðtal við Kristínu Hermannsdóttur, forstöðumann Náttúrustofu Suðausturlands. Hér er greinin birt ásamt nokkrum myndum sem ekki komust í blaðið: Náttúrustofa Suðausturlands var stofnuð árið 2013 og eru höfuðstöðvar hennar á Höfn í Hornafirði. Þar starfa þau Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður stofnunarinnar og Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur. Blaðamaður Eystrahorns […]