FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Uppskerutap vegna ágangs gæsa á valin ræktarlönd á Suðausturlandi vorið 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um uppskerutap vegna ágangs gæsa á valin ræktarlönd á Suðausturlandi vorið 2018. Verkefnið var samstarfsverkefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu og Landbúnaðarháskóla Íslands. Skýrslan greinir frá framhaldsverkefni sem unnið var í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum árið 2018. Borin var saman uppskera af friðuðum grasreitum við reiti sem fuglar komust […]

Ný grein um tengsl landbúnaðar og vaðfugla á Íslandi.

Í gær birtist grein í alþjóðlega vísindaritinu Agriculture, Ecosystems & Environment sem Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, vann ásamt félögum sínum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Landbúnaðarháskóla Íslands, University of East Anglia í Bretlandi og University of Aveiro í Portúgal. Greinin ber heitið “Interacting effects of agriculture and landscape on breeding wader populations”.  Sem […]

Fiðrildavöktun lokið 2018

Í gær, 12. nóvember 2018 var síðasta tæming þetta árið á þremur fiðrildagildrum sem eru í umsjá Náttúrustofu Suðausturlands í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Umsjón með gildrunum er í höndum Björn Gísla Arnarsonar og starfsmanna Náttúrustofu Suðausturlands. Þetta árið hafa verið þrjár gildrur á Suðausturlandi. Tvær í Einarslundi við Hornafjörð og ein […]

Stjörnumerkin og tunglið – stjörnuskoðun í kvöld

Í kvöld lítur út fyrir ágæt skilyrði til stjörnuskoðunar frá Hornafirði. Því ætlum við að bjóða öllum áhugasömum í heimsókn að stjörnuhúsinu á Markúsarþýfishóli við Ægissíðu. Ætlunin er að skimast eftir og staðsetja stjörnumerki haustsins og tunglinu sem er nærri fyllingu þessa dagana. Stjörnuskoðunin verður í kvöld (fimmtudagskvöld) 25. október milli kl. 19:00-20:00. Heitt kakó […]

Skúmey í Jökulsárlóni – landmótun og lífríki

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um Skúmey á Jökulsárlón, landmótun og lífríki. Verkefnið er samstarfsverkefni og unnið á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrustofu Austurlands, Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs. Eyjan kom í ljós þegar Breiðamerkurjökull hopaði af þessu svæði á árunum 1976—2000.  Vorið og sumarið 2017 voru farnar nokkrar vettvangsferðir í eyjuna til að […]

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2017

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd 2017. Verkefnið var samstarfsverkefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu og Landbúnaðarháskóla Íslands. Skýrslan greinir frá framhaldsverkefni sem unnið var í Austur-Skaftafellssýslu árið 2017. Borin var saman uppskera af friðuðum grasreitum við reiti sem fuglar komust að. Einnig voru skoðuð tengsl á […]

Lurkafundur á Breiðamerkursandi

Breiðamerkurjökull hopar ört og þar sem ísinn leysir burt, birtist nýtt land. Á undanförnum árum hafa fundist gróðurleifar á Breiðamerkursandi þar sem áður lá jökull yfir. Á þeim er ljóst að gróður óx á svæðinu áður en jöklar gengu fram á litlu-ísöld (12-16. öld). Sumar þessara gróðurleifa hafa verið aldursgreindar og eru frá mun eldri […]

Nýir starfsmenn hjá Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 1. júní tóku tveir nýjir starfsmenn til starfa hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Lilja Jóhannesdóttir verður með starfsaðstöðu í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Hún er með doktorspróf í vistfræði og starfaði áður hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurlandi. Hennar verkefni munu að mestu snúa að verkefnum sem tengjast fuglum og vistfræði. Lilja er alin upp […]

Úrkoma á Höfn í maí 2018

Á Höfn er mæld úrkoma og fleiri veðurathuganir gerðar að Höfðavegi 10. Í maí komu 188,6mm í þann mæli sem er 240% af meðalmánaðarúrkomu áranna 1961-1990 þar. Metið sem hefur mælst á Höfn í maí eru 201,2mm árið 1978. Svo maímánuður þessa árs er í öðru sæti hvað varðar úrkomumagn. Í fyrra mældust 178,9 mm […]