Kríuhreiður í túni við Hala 2018. Ljósmynd. Kristín Hermannsdóttir

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2019

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn á Hótel Klaustri, Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 26. mars 2019  kl. 19:30

Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands.

  • Jökulvötn í Skaftárhreppi: Pálína Pálsdóttir.
  • Myndun jökullóna við sunnanverðan Vatnajökul á 20. öld og breytingar á þeim: Snævarr Guðmundsson.
  • Hin Skaftfellska fuglaparadís : Lilja Jóhannesdóttir.

Kaffi, te og veitingar í hléi.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta                                               

Stjórnin