Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2024

Síðastliðinn mánudag, 11. mars, var ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2024 haldinn. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í fyrirlestrasal Nýheima á Höfn í Hornafirði. Farið var yfir ársskýrslu og ársreikning stofunnar árið 2023 auk þess sem helstu verkefni síðastliðins árs voru kynnt. Auk venjubundinna fundarstarfa flutti starfsfólk stofunnar erindi úr starfi stofunnar. Álfur Birkir Bjarnason flutti erindið af afdrifaríkum æxlunartilþrifum klettafrúar og fræddi gesti um líf klettafrúar. Hólmfríður Jakobsdóttir flutti erindið rannsóknir frá fjalli til fjöru sem fjallaði um rannsóknir á tröllasmið og selatalningar sem náttúrustofan hóf í byrjun árs. Snævarr Guðmundsson flutti erindið Breiðamerkurjökull- birtingarmyndir jökulbreytinga þar sem hann fór yfir hvernig ný jökulsker eru að koma í ljós og jökulrendur að breytast í takt við hop Breiðamerkurjökuls.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2024 var vel sóttur en auk gesta í sal fylgdust einnig nokkrir með fundnum í streymi á netinu.

Ársskýrslu Náttúrustofu Suðausturlands 2023 má sjá hér.

Upptöku af yfirferð ársreiknings og starfi stofunnar 2023 má sjá hér.