Ársfundur 2025 á Klaustri

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands verður haldinn í Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri mánudaginn 17. mars 2025 kl. 16:00. Við bjóðum alla velkomna að mæta en fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á Klaustur verður fundinum einnig streymt á Teams á linknum hér: https://shorturl.at/oRqLq.

Dagskrá:
  • -Venjubundin fundarstörf þar sem forstöðumaður fer yfir ársreikning og segir frá störfum stofunnar.
  • -Kaffihlé
  • -Erindi starfsmanna stofunnar þar sem þau segja frá verkefnum sem þau sinna.
    • Hólmfríður Jakobsdóttir ~ Hornfirska Bjallan
    • Róbert Ívar Arnarsson ~  Mælingar á kolefnisforða ræktarlands á Íslandi
    • Snævarr Guðmundsson ~ Stiklur af Breiðamerkursandi