Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Jöklabreytingar á Breiðamerkurjökli

Frá lokum 19. aldar hafa miklar breytingar orðið á íslenskum jöklum og þeir hörfað og rýrnað vegna hlýnandi loftslags. Jöklarnir náðu mestu stærð á sögulegum tíma um 1890, eftir nokkurra alda kuldaskeið sem nefnt er litla ísöld. Í nýlegri M.Sc. ritgerð Snævars Guðmundssonar (2014), um Breiðamerkurjökul og Kotárjökul, kemur fram að frá ~1890 til 2010 hopaði sporður Breiðamerkurjökuls rúma 5 km að meðaltali og um 114 ferkm lands kom undan jökli. Jafnframt rýrnaði jökullinn um 69 rúmkm að vatnsgildi eða um 20%. Verkefnið er meðal fyrstu rannsókna sem Náttúrustofa Suðausturlands innir af hendi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar 13. september 2014. Þær sýna Breiðamerkurjökul og Jökulsárlón. Ísinn kelfir af jökulsporðinum í lónið og brotnar upp í jaka. Ferlið flýtir fyrir rýrnun jökulsins og hann hopar hraðar. Ísinn rekur tímabundið um sem jakar á lóninu, ferðalöngum til ánægju, en bráðnar að lokum  og hverfur.

 

Vestur- og Miðarmur Breiðamerkurjökuls. Einnig sjást Máfabyggðir (uppi t. v.) og Esjufjöll (ofan við miðja mynd). Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Vestur- og Miðarmur Breiðamerkurjökuls. Einnig sjást Máfabyggðir (uppi t. v.) og Esjufjöll (ofan við miðja mynd). Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Breiðamerkurjökull kelfir í Jökulsárlón, þ. e. það brýtur af jöklinum og. Ísinn kelfir af jökulsporðunum í lónin og brotnar upp í jaka sem reka á lóninu, ferðalöngum til ánægju, uns þeir bráðna. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Breiðamerkurjökull kelfir í Jökulsárlón, þ. e. það brýtur af jöklinum og. Ísinn kelfir af jökulsporðunum í lónin og brotnar upp í jaka sem reka á lóninu, ferðalöngum til ánægju, uns þeir bráðna. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.