Sigurður Bjarnason tók myndina

Merking á kríuungum í Óslandi

Síðdegis þann 3. júlí tók starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands þátt í merkingum á kríuungum í Óslandi. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands sá um að merkja þá unga sem fundust en nokkur ungmenni aðstoðu einnig við að finna ungana í háu og blautu grasinu. Þann  dag voru merktar 161 kríur af Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og þar af voru 124 þeirra í Óslandi. Einnig fundust nokkrir dauðir ungar.  Mikil úrkoma hefur verið á Höfn síðustu sólarhringa og því verða lífsskilyrði fyrir litla ófleyga kríuunga slæm og sumir þeirra kafna eða krókna í blautu grasinu sem leggst yfir þá.

Til að fræðast nánar um  merkingar á fuglum má lesa vef Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/dyralif/fuglar/fuglamerkingar/  en Fuglaathugunarstöð Suðausturlands er með merkingarleyfi frá henni.

Brynjúlfur Brynjólfsson og tveir ungir menn leita að kríuungum í blautu grasi

Brynjúlfur Brynjólfsson og tveir ungir menn leita að kríuungum í blautu grasi

 Hettumáfsungi sem fannst og var einnig merktur

Hettumáfsungi sem fannst og var einnig merktur

Kríuungi í höndum á ungum leitarmanni

Kríuungi í höndum á ungum leitarmanni

Vegna rigninga undarnfarna daga var grasið mjög blautt og hafði lagst niður

Vegna rigninga undanfarna daga var grasið mjög blautt og hafði lagst niður

Kríuungi í höndum starfsmanns Náttúrustofu Suðausturlands

Kríuungi í höndum starfsmanns Náttúrustofu Suðausturlands

Kríuungi sem kúrir í grasinu.  Nú er þessi ungi kominn með merki á hægri fót.

Kríuungi sem kúrir í grasinu. Nú er þessi ungi kominn með merki á hægri fót.

Stoltur ungafangari.  Að vísu skeit unginn á jakkann hans, en það skipti ekki máli

Stoltur ungafangari. Að vísu skeit unginn á jakkann hans, en það skipti ekki máli

Brynjúlfur Brynjólfsson merkingarmaður heldur hér á stálpuðum kríuunga sem búið var að merkja.

Brynjúlfur Brynjólfsson merkingarmaður heldur hér á stálpuðum kríuunga sem búið var að merkja.