Snævarr Guðmundsson og Kristín Hermannsdóttir framan við stjörnuathugunarstöð í Fjárhúsavík á Höfn

Opið hús í stjörnustöð

Byggður hefur verið stjörnuathugunarturn nærri Fjárhúsavík (leiðin út á Ægisíðu) og settur upp stjörnusjónauki. Hann á að nota til ljósmælinga en einnig í stjörnuskoðun. Áhugasömum er boðið í heimsókn til að skoða aðstöðuna miðvikudaginn 19. febrúar á milli kl 18:00 og 20:00 (þó enn sé óvisst hvort himinn verði stjörnubjartur). Einnig er stefnt á að mynda pósthóp og geta þeir sem vilja skráð sig þar. Þessir aðilar fá síðan tölvupóst frá Náttúrustofu þegar boðið verður til stjörnuskoðunar, vonandi við fyrsta tækifæri. Einnig geta áhugasamir sent póst í gegnum „fyrirspurn“  neðst á heimasíðu Náttúrustofu Suðausturlands til að komast í pósthópinn.

Kort sem sýnir staðsetningu stjörnustöðvarinnar

Kort sem sýnir staðsetningu stjörnustöðvarinnar