Nýr starfsmaður

Í janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Hólmfríður Jakobsdóttir. Hólmfríður er með M.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Hólmfríður kemur í fullt starf tímabundið en hún hefur áður starfað í eitt sumar sem sumarstafsmaður hjá stofunni. Hólmfríður hefur alltaf haft mikinn áhuga á dýralífi og náttúrunni en hún kemur til með að sinna fjölbreyttum verkefnum hjá stofunni. Í gegnum nám sitt hefur Hólmfríður öðlast reynslu af tölfræði og líkanagerð en hennar helstu rannsóknaráherslur eru vistfræði og atferli dýra. Hólmfríður vann B.Sc. verkefni um hóphegðun andanefja (Hyperoodon ampullatus) og M.Sc. verkefni um áhrif ferðamanna og annara umhverfisþátta á fjölda landsels (Phoca vitulina) í látri. Hólmfríður verður með aðsetur á Höfn og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.