Varpútbreiðsla skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019

Nú er kominn út önnur skýrsla á skömmum tíma um skúm út hjá Náttúrustofunni en þessi skýrsla segir frá varpútbreiðslu skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019. Í kjölfar kortlagningar á varpútbreiðslu skúms á Breiðamerkursandi sumarið 2018 sem unnin var við stofuna í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og sýndi fram á mikla fækkun var ákveðið að skoða önnur skúmsvörp á nálægum svæðum. Kortlagningin sumarið 2019 sýndi fram á að fjöldabreyting á varppörum er breytileg á milli svæða, talsverð fækkun hefur átt sér stað á Skeiðarársandi en hins vegar fjölgun í Ingólfshöfða. Nánari upplýsingar má lesa í skýrslunni hérna.