Sky news fjalla um loftslagsbreytingar frá Breiðamerkurjökli

Innslag bresku fréttastofunnar Sky news þann 10. september 2020 fjallaði um loftslagsmál og afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Í brennidepli var bráðnun jökla og var fjallað um hana frá Breiðamerkurjökli. Rætt var við fimm Íslendinga um áhrif bráðnunar jökla, í eftirfarandi röð; Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands, Hauk Inga Einarsson leiðsögumann hjá Glacier Adventures, Andra Gunnarsson hjá Landsvirkjun, Kristján Davíðsson hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brim og Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hér má sjá innslagið en það er 7:45 mín langt. Fréttin var látin ganga allan daginn (nálgast má fréttina hér) og um kvöldið var um klukkustundar langur umræðuþáttur um loftslagsbreytingar þar sem fréttin frá Breiðamerkurjökli var inngangskafli. Verður ekki annað sagt en að Ísland og Breiðamerkurjökull hafi fengið gríðargóða kynningu í þetta sinn.

Breiðamerkurjökull, 8. sept. 2020. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.
Fréttaskots aflað á jökli en skammt frá fossar vatn úr ísgöngum. LJósm. SNævarr Guðmundsson, 8. sept 2020.