Sendlingsungi í fuglaparadísinni á Suðausturlandi, miðvikudaginn ‎20‎. ‎júní‎ ‎2018. Ljósmynd: Lilja Jóhannesdóttir.

Föstudagshádegi í Nýheimum

Á morgun í hádeginu, föstudaginn 22. febrúar mun Dr. Lilja Jóhannesdóttir vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands flytja erindi í Nýheimum.

Fyrlesturinn kallast “Fuglaparadísin Austur-Skaftafellssýsla” og fjallar um sérstöðu svæðisins og mikilvægi þess fyrir fugla. Inn í fyrirlesturinn fléttast umfjöllun um fuglarannsóknir Náttúrustofu Suðasturlands og hvernig þær endurspegla þessa sérstöðu.

Erindið hefst kl. 12:30, en frá kl. 12:00 er hægt að koma í Nýheima og kaupa súpu, brauð og salat á 1500 kr. eða súpu og brauð á 1000 kr. (ath. ekki tekið við kortum).

Sjáumst sem flest – allir velkomnir