Hreindýrið á Höfn
Í vetur og vor hefur eitt hreindýr haldið sig á Höfn. Lengi vel var það í Óslandi, en hefur einnig flakkað um bæinn og sést á tjaldstæðinu, nærri íbúðarhúsum og víðar.
Hreindýr eru yfirleitt í hópum, en þó má búast við að sjá stök dýr, einkum síðla vetrar og stundum eru þau veikburða. Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýr og til þeirra ber að tilkynna um sjúk eða veikburða dýr. Ef þörf er á aðgerðum er það á ábyrgð Matvælastofnunar.
Dýrið sem hefur verið og er enn á Höfn er ungt karldýr. Hann er feitur og nærist ágætlega á grasi og öðru sem hann kroppar. Hann lítur út fyrir að vera í góðu ásigkomulagi og líklegast fer hann til fjalla þegar kemur lengra fram á sumar.