Sumarstarfsmenn

Í sumar munu tveir sumarstarfsmenn starfa hjá Náttúrustofu Suðausturlands.

Pálína Pálsdóttir hóf störf 1. júní og mun hafa aðsetur í Skaftárhreppi. Hún mun vinna í samstarfsverkefni með Landgræðslunni – „Bændur græða landið“ og einnig í verkefni um ágang gæsa í ræktarlönd.

Eiríka Ösp Arnardóttir hóf störf 7. júní og mun vinna við set- og kornastærðargreiningu jökulsets á Breiðamerkursandi. Hún mun að mestu hafa aðstöðu í rannsóknarstofu í Öskju í Háskóla Íslands.

Náttúrustofan býður þær velkomnar til starfa.