Skógarmítlar á Höfn vorið 2017

Þetta vorið hafa fundist nokkrir skógarmítlar á Höfn í Hornafirði. Skógarmítill er blóðsuga sem sest á fugla, ketti, hunda og menn, en talið er að þeir berist til landsins með fuglum.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem skógarmítill finnst á Íslandi en hann er þó fágætur ennþá. Mynd 1 sýnir skógarmítil sem fannst á Ísafirði haustið 2015 og mynd 2 sýnir mítil sem fannst á ketti á Höfn í síðustu viku. Mælt er með því að eigendur katta og hunda leiti á dýrum sínum eftir mítlum. Ef mítill finnst skal viðkomandi koma með hann til Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum eða til Björns Gísla Arnarsonar á Fuglaathugunarstöð Suðausturlands (sími 8467111). Ef mítill hefur sogið sig fastan er rétt að fara að öllu með gát þegar hann er fjarlægður. Það er best gert með því að klemma pinsettuodda um munnhluta mítilsins og lyfta honum beint upp frá húðinni (mynd 3). Forðast skal að snúa honum í sárinu.

Fleiri upplýsingar má lesa á https://nattsa.is/skogarmitill-fannst-hofn-hornafirdi/.

Mynd 1. Skógarmítill sem fannst á Ísafirði haustið 2015, um 6 mm langur.

Mynd 1.  Skógarmítill sem fannst á Ísafirði haustið 2015, um 6 mm langur.

Mynd 2. Mítill sem fannst á ketti á Höfn fyrstu vikuna í maí 2017. Hérna kominn í varðveislu Náttúrustofu Suðausturlands.

Mynd 2. Mítill sem fannst á ketti á Höfn fyrstu vikuna í maí 2017. Hérna kominn í varðveislu Náttúrustofu Suðausturlands.

 

Mynd 3. Mítill fjarlægður með pinsettu.

Mynd 3.  Mítill fjarlægður með pinsettu.