Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands 2018

Náttúrustofa Suðausturlands sendir öllum samstarfsfélögum, vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands 2018

Ný grein um tengsl landbúnaðar og vaðfugla á Íslandi.

Í gær birtist grein í alþjóðlega vísindaritinu Agriculture, Ecosystems & Environment sem Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, vann ásamt félögum sínum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Landbúnaðarháskóla Íslands, University of East Anglia í Bretlandi og University of Aveiro í Portúgal. Greinin ber heitið “Interacting effects of agriculture and landscape on breeding wader populations”.  Sem útleggst á íslensku: Víxlverkandi áhrif landbúnaðar og landslags á varpstofna vaðfugla.

Fyrri rannsóknir Lilju hafa sýnt að meirihluti íslenskra bænda hefur hug á að auka flatarmál ræktaðs lands. Í þessari grein er skoðað hvaða áhrif stækkun ræktarlands og framboð á votlendi hafi á vaðfuglastofna á Íslandi. Líklegt er að aukin ræktun muni víða fara fram á framræstu votlendi. Í ljós kom að áhrif af aukinni ræktun verða mismunandi eftir landslagi og frjósemi; neikvæð þar sem land er flatt og frjósamt en jafnvel jákvæð fyrst um sinn þar sem úthaginn er rýrari. Einnig kom í ljós að betra er fyrir vaðfugla að hafa meira votlendi í umhverfinu, jafnvel þar sem þeir kjósa að verpa í þurrlendi.

Hér er hlekkur á greinina: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0167880918304869?via%3Dihub

Graham F. Appleton sem heldur út vinsæla vaðfuglablogginu WaderTales hefur skrifað aðgengilega og skemmtilega færslu um greinina. Hlekkinn að því má finna hér: https://wadertales.wordpress.com/2018/12/09/designing-wader-landscapes/

Stelkar í landbúnaðarlandi. Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson, 2018.

Rannsóknir sýna að ræktað land á Íslandi mun aukast á komandi árum. Það mun óhjákvæmileg hafa áhrif á þær fuglategundir sem reiða sig á þau svæði til varps og viðgangs. Mynd: Lilja Jóhannesdóttir.

Votlendi eru mikilvæg að mörgum sökum ekki hvað síst fyrir vaðfugla og nauðsynlegt að huga að vernd þeirra. Mynd: Lilja Jóhannesdóttir.