Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2017

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2017 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2018

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum, Hornafirði þriðjudaginn 20. mars 2017  kl. 17:15.

Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands.

  • Skúmey í Jökulsárlónilandmótun og lífríki: Kristín Hermannsdóttir kynnir verkefnið og frumsýnd verður kvikmynd um verkefnið.
  • Jöklamyndir fyrr og nú: Snævarr Guðmundsson.
  • Stjörnusjónauki, fornlurkar og Hoffellsjökull: Stutt kynning á þremur ólíkum verkefnum: Snævarr Guðmundsson.

Kaffi, te og léttar veitingar í hléi.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta

Stjórnin

Stjörnuskoðun í kvöld kl. 19:30-22:00

Í kvöld lítur út fyrir ágæt skilyrði til stjörnuskoðunar frá Hornafirði. Því ætlum við að bjóða öllum áhugasömum í heimsókn að nýja stjörnuhúsinu heima hjá Snævari Guðmundssyni að Hraunhóli 5 í Nesjum.

Líklegast verður stjörnuskoðunin er í kvöld á fimmtudagskvöld 8. mars kl. 19:30-22:00.

Þeir sem eiga hand sjónauka eru hvattir til að koma með þá.

Komið vel klædd til að njóta stjarnanna og útiverunnar.