Yfirlit um íslenska jökla 2020

Fréttabréf, vegna verkefnisins „Hörfandi jöklar“, er komið út. Það upplýsir um jöklabreytingar og niðurstöður mælinga á stöðu jökulsporða árið 2020. Þar kemur fram að afkoma íslenskra jökla var lítillega neikvæð það ár, og þó að flestir sporðar hafi hopað tugi metra hafi orðið vart við að nokkrir brattir skriðjöklar hafi sigið svolítið fram. Mest hopaði Breiðamerkurjökull um 100-250 metra. „Hörfandi jöklar“ er samvinnuverkefni sem Náttúrustofa Suðausturlands kemur að ásamt Veðurstofu Íslands, Jöklahópi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Vatnajökulsþjóðgarði, og er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ýtarlegri fréttaskýringu er að finna á vef Veðurstofunnar og tengill á fréttabréfið er hér. RÚV sagði einnig frá fréttabréfinu, sjá hér.