Vetrarmánuðirnir eru tími íshellaskoðunar 2016

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands renndu á dögunum út á Breiðamerkursand í vísindalegum erindagjörðum en gafst engu að síður tími til að skoða íshelli í Breiðamerkurjökli sem gjarnan er auðkenndur sem „Kristalshellirinn“ af leiðsögumönnum á svæðinu. Það er skemmtileg upplifun að komast í hellinn sem þennan dag skartaði dulúðlegum bláma og sérkennilegum holum eða „vösum“ í ísinn. Íshellar í Breiðamerkurjökli hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þangað sækja þeir flestir undir traustri leiðsögn. Myndirnar  eru teknar í íshellinum og á ströndinni við Jökulsárlón.

SG_20160120_

Kristín Hermannsdóttir í þrengsta hluta hellisins. SG, 20 janúar 2016.

SG_20160120__01

Innsti hluti íshellisins. Ljósm. SG, 20 janúar 2016.

20160112_132415

Óskar Arason ásamt ferðahópi í hellinum. Ljósmynd Kristín Hermannsdóttir, 20. janúar 2016.

20160112_132252

Ferðamenn í íshellinum. Ljósmynd Kristín Hermannsdóttir, 20. janúar 2016.

SG_20160120__04

Jakadreif í fjörunni við Jökulsárlón. SG, 20 janúar 2016.

SG_20160120__03

Strönduðu ísjakarnir taka oft á sig ótrúleg form, ísskúlptur af náttúrunnar hendi . SG, 20 janúar 2016.