Aldursgreining gróðurleifa
2013-2: ALDURSGREINING GRÓÐURLEIFA VIÐ BREIÐAMERKURJÖKUL
Sumarið 2012 fannst setlag með gróðurleifum í jökulaur framan við Breiðamerkurjökul. Setlagaopnan er kominn undan jökli fyrir nokkrum árum og er óhögguð, það er hún situr á sínum upprunalega myndunarstað. Jökullinn skreið yfir þetta svæði fyrir árið 1700 en ofanáliggjandi jökulaur varði setlagið fyrir hnjaski. Í setlaginu fundust rótarbútar og aðrar lífrænar leifar sem gera kleift að aldursgreina myndunartíma setsins. Gróðurleifar og jarðvegshnausar hafa áður borist undan jöklum en sjaldnast fundist á myndunarstað. Þessi einstaki fundur gefur því tækifæri til þess að rannsaka enn frekar og fá skýrari mynd af gróðurfarssögu og loftslagi á Breiðamerkursandi löngu fyrir Litlu ísöld. Það er mikilvægt innlegg í sögu umhverfisbreytinga á Breiðamerkursandi og Vatnajökulsþjóðsgarðs. Að þessu verkefni vinna: Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur, Helgi Björnsson jöklafræðingur, Náttúrustofa Suðausturlands og Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands