Orkurannsóknasjóður styrkir rannsóknir á klettafrú
Náttúrustofa Suðausturlands hefur hlotið 1,5 milljón króna styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar til rannsókna á lífsferli klettafrúar í Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefninu er stýrt af Álfi Birkir Bjarnasyni, starfsmanni náttúrustofunnar, og miðar að því að afla þekkingar á lykilþáttum lífsferils klettafrúar á Íslandi.