Kvískerjajöklar í Öræfajökli

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, birtist ritrýnd grein eftir Snævarr Guðmundsson á Náttúrustofu Suðausturlands og Helga Björnsson jöklafræðing á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um hina lítt þekktu jökultungur ofan við Kvísker í Öræfum. Í greininni eru raktar breytingar frá 18. öld á jökultungunum, sem eru auðkenndir sem Nyrðri- og Syðri Kvískerjajöklar. Flestir stórir jöklar eru taldir hafa verið í hámarksútbreiðslu í lok 19. aldar, eftir kalt tímabil sem nefnt er litla ísöldin. Jöklarnir í austanverðum Öræfajökli höfðu fyrr náð hámarksútbreiðslu og líklegast að Kvískerjajöklar sinni hámarksstærð um eða upp úr miðri 18. öld. Þessi tíðindi benda til að breytingar á jöklum séu margvíslegri en svo að fullyrt skuli að allir jöklar hafi verið í hámarksútbreiðslu á sama tíma, nálægt 1890. Mælingar sem eru kynntar sýna að rýrnun jöklanna hefur verið mjög hröð eftir 1995. Hér er hægt að sjá stuttan útdrátt greinarinnar.