Á fréttasíðu Náttúrustofu Suðausturlands hefur áður verið vakin athygli á því að Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2025 „jöklum á hverfanda hveli„, til þess að vekja athygli á áhrifum og  þýðingu jökla . Náttúrustofan lét ekki sitt eftir liggja og nýverið birtist greinin „The fate of two Icelandic glaciers in a warming climate: Hofsjökull eystri and Okjökull [Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi]“ í hefti Annals of Glaciology, þar sem rakin er þróun Okjökuls og Hofsjökuls eystri, frá ~1890  til dagsins í dag, og örlög þeirra ásamt framtíðspá þess síðarnefnda. Greinin sem er rituð af Snævari Guðmundssyni (Náttúrustofu Suðausturlands), Eyjólfi Magnússyni (Jarðvísindastofnun Háskólans),  Joaquín M.C. Belart (Náttúrufræðistofnun), Hrafnhildi Hannesdóttur (Veðurstofu Íslands) og  Guðfinna Aðalgeirsdóttur (Jarðvísindastofnun Háskólans) hefur vakið nokkra athygli og var m.a. rædd í þættinum ‘Samfélagið’ á RÚV 1, þann 20. janúar 2026. Þar ræddu útvarpsmenn við Eyjólf Magnússon frá Jarðfræðistofnun háskóla íslands og Hrafnhildi Hannesdóttur frá Veðurstofu Íslands um efni greinarinnar og framtíðarhorfur jökla almennt í hlýnandi loftslagi. Nálgast má þáttinn hér.