Kolefnismælingar 2023
Nú er þriðja ár kolefnismælinga á Náttúrustofu Suðausturlands komið á fullt skrið. Náttúrustofan hefur síðan í apríl 2021 mælt ljóstillífun og öndun jarðvegs í þremur ólíkum landgerðum í Skaftárhreppi og í ár var fjórða svæðinu bætt við í heiðagróðurlendi sem er einkennandi fyrir Skaftárhrepp. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna vegna kolefnisbókhalds stjórnvalda en upplýsingar […]