Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Starfsstöð forstöðumanns getur verið á Höfn í Hornafirði eða Kirkjubæjarklaustri. Árið 2024 voru stöðugildi hjá stofunni 3,8 talsins.

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi Náttúrustofunnar
  • Leiðir rannsóknir og styrkjaöflun á verkefnasviði Náttúrustofunnar
  • Fjármál, áætlanagerð og stefnumörkun í samstarfi við stjórn
  • Ábyrgð á verkefnasamningum
  • Mannauðsstjórn
  • Samskipti við stjórnvöld, aðildarsveitarfélög, samstarfsaðila og viðskiptavini
  • Veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði náttúrufræða og reynsla af rannsóknum eru skilyrði
  • Framhaldsmenntun á sviði náttúrufræða er æskileg
  • Haldbær starfsreynsla af umhverfis- og náttúrufræðistörfum
  • Reynsla af styrkumsóknum og sjálfstæði í starfi
  • Stjórnunar- og rekstrareynsla er kostur
  • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Frumkvæði og metnaður í starfi

Umsókn skal fylgja ferilskrá auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er 17. nóvember 2025 og sótt er um starfið hér.

Nánari upplýsingar

Þórdís Sif Arnarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi – thordis@hagvangur.is

Sigurjón Andrésson, stjórnarformaður Náttúrustofu Suðausturlands – sigurjon@hornafjordur.is