Merkúríus fyrir sól 9. maí 2016
Þann 9. maí næstkomandi mun heldur óalgengur atburður eiga sig stað, þegar reikistjarnan Merkúríus, gengur fyrir sól séð frá jörðu. Slíkur atburður er nefndur þverganga. Samkvæmt almanaki Háskóla Íslands gerðist slíkt fjórtán sinnum á síðustu öld og svo mun einnig verða á 21. öldinni.
Vegna þess hve Merkúríus er lítill í samanburði við sólina er þó ekki auðvelt að greina hana. Sjónauka þarf til en einnig er sólin svo björt að afar hættulegt er að horfa í hana. Sérstakar ljóssíur þarf til þess og sem hleypa einungis broti af sólarljósinu í gegnum sig. Engum er ráðlagt að skoða þetta nema með slíkum búnaði.
Náttúrustofa Suðausturlands ætlar að bjóða áhugasömum að kíkja í gegnum sjónauka með þar til gerðri ljóssíu, ef veður leyfir og sólin verður sjáanleg. Þvergangan hefst um kl 11:13 og lýkur 18:41. Á milli er hægt að sjá Merkúríus bera fyrir sólskífuna en stærð hans er einungis á við sólbletti sem stundum má sjá í yfirborði sólar.
Ef viðrar verður hægt að heimsækja okkur í Nýheima á milli 11:30-12:00, 14:00-14:30 og 16:00-16:30.