Athygli vakin á stjörnumælingunum frá Hornafirði
Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands vakti nýlega athygli á stjörnuathugunum sem nú er sinnt frá Hornafirði. Í almanakinu, hefur verið birt tímatafla fyrir myrkva stjörnunnar Algol, í stjörnumerkinu Perseusi, fyrir hvert ár. Algol-myrkvar eru sjáanlegir með berum augum. Nýverið var myrkvi stjörnunnar tímasettur frá Hornafirði og munu myrkvar fyrir árið 2017, sem verða skráðir í almanakið verða miðaðir við hann. Á almanaksvefnum er grein um Algol (sjá hér) og greinargerð um þann myrkva (hér), sem einnig er aðgengileg frá megingreininni.
Á svipuðum tíma birtust einnig fréttir um aðrar stjörnuathuganir sem hafa verið gerðar í Hornafirði, t. d. hreyfingu nálægrar fastastjörnu (hér) og fyrstu mælingar á fjarreikistjörnum sem hafa verið gerðar frá Íslandi (hér).