Eldgosið í Holuhrauni

Umbrotahrina í Bárðarbungu, sem hófst 16. ágúst 2014, og eldgosið í Holuhrauni hafa ekki farið fram hjá  landsmönnum. Starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands skoðaði gosstöðvarnar nýverið og tók meðfylgjandi myndir. Þær voru teknar frá Kverkfjöllum þann 7. september. Það var 10 dögum eftir að gos hófst (aðfaranótt 29. ágúst). Myndir voru síðan teknar á flugi þann 13. september, þær sýna eldsprunguna  sem fékk auknefnið Baugur og Baugsbörn.

Myndin er tekin frá Kverkfjöllum í 1760 m hæð, þann 7. september 2014, sama dag og hraunið náði í farveg Jökulsár á Fjöllum. Kvikustrókarnir frá Baugi náðu meira en 150 m hæð. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Myndin er tekin frá Kverkfjöllum í 1760 m hæð, þann 7. september 2014, sama dag og hraunið náði í farveg Jökulsár á Fjöllum. Kvikustrókarnir frá Baugi náðu meira en 150 m hæð. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

 

Hraunið rann út í farveg við Jökulsá á Fjöllum þann 7.september. Áin færði sig til eftir því sem hraunjaðarinn skreið fram án gufusprenginga eða gervigígamyndana. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Hraunbrúnin 13. september 2014. Hraunið rann út í farveg Jökulsá á Fjöllum þann 7. september. Áin færði sig til eftir því sem hraunjaðarinn skreið fram, þó án gufusprenginga eða gervigígamyndunar. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Suðri spúði stöku hraunslettum en í botninu var mögnuð hrauntjörn. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Suðri spúði stöku hraunslettum en í botninu var mögnuð hrauntjörn. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Myndin sýnir virkasta hluta eldsprungunnar sem var miðsvæðis á henni og vísindamenn hafa auðkennt Baug og Baugsbörn. Suðvestanstrekkingur var á gossvæðinu og bar gufu og gas frá eldvarpinu til norðausturs. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Myndin sýnir virkasta hluta eldsprungunnar sem var miðsvæðis á henni og vísindamenn hafa auðkennt Baug og Baugsbörn. Suðvestanstrekkingur var á gossvæðinu og bar gufu og gas frá eldvarpinu til norðausturs. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Baugur og hraunelfur sem frá honum rennur. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Baugur og hraunelfur sem frá honum rennur. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.