Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 13. janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Róbert Ívar Arnarsson. Róbert er með B.Sc. gráðu í líffræði og er að ljúka við M.Sc. gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands. Í námi sínu lagði hann áherslu á jarðvegs- og vistfræði með sérstöku tilliti til örverulífs og er lokaverkefni hans um áhrifaþætti umhverfis á virknisbreytileika örverusamfélaga í lífrænum jarðvegi. Róbert hefur áður starfað hjá Háskóla Íslands við mælingar á kolefnisforða ræktarlands og hjá Landgræðslunni við ýmis rannsóknartengd sumarstörf. Áherslusvið Róberts eru virkni vistkerfa og hvernig þau móta og eru mótuð af lífríkinu sem þar finnast, með sérstöku tilliti til jarðvegs og jarðvegslífs. Róbert verður með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri og bjóðum við hann hjartanlega velkomin til starfa.