Hörfandi jöklar. Við Skaftafellsjökul Ljósm.: Helga Árnadóttir 26.6.2017.

Hörfandi jöklar

Út er komin skýrslan; Hörfandi jöklar – Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Eins og heitið bendir til eru í henni kynntar gönguleiðir, þaðan sem hægt er að fá glögga sýn á þær breytingar sem orðið á jöklum á síðustu áratugum.

Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands, Jöklarannsóknafélagið og Durham háskóli. Markmið verkefnisins er að auka vitund fólks, raunar um allan heim, um þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og áhrif þeirra á umhverfið. Hér á landi sjást beinar afleiðingar hlýnandi loftslags einna best á jöklunum.

Hér eru tillögur að fimm gönguleiðum innan þjóðgarðsins og tekið saman hvaða upplýsingum er hægt að koma á framfæri á hverri leið. Úttektin var gerð á þessum leiðum sumarið 2017. Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs sáu um að velja leiðirnar. Einnig fengum við góða hjálp frá Dr David Evans, frá Durham háskóla, við val á leiðunum og að lýsa jökulmenjum.

Leiðirnar sem eru tilgreindar í skýrslunni eru allar mjög aðgengilegar og tekur yfirleitt stuttan tíma að ganga. Auðvelt er að aka að þeim og í öllum tilfellum er um að ræða hringleiðir svo að sífellt ber eitthvað nýtt fyrir augu. Reynt var að velja þær með misjafnar áherslur varðandi landmótun og hop í huga.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér eða sækja hana á útgefið efni hjá Náttúrustofu Suðausturlands.

Hörfandi jöklar. Við Skaftafellsjökul Ljósm.: Helga Árnadóttir 26.6.2017.

Hörfandi jöklar. Við Skaftafellsjökul Ljósm.: Helga Árnadóttir 26.6.2017.

Hoffellsjökull. Ljósm.: Náttúrustofa Suðausturlands/Snævar Guðmundsson, 28.6.2017.

Hoffellsjökull. Ljósm.: Náttúrustofa Suðausturlands/Snævar Guðmundsson, 28.6.2017.