Náttúrusýn
Þann 15. febrúar var opnuð ljósmyndasýning eftir Snaevarr Gudmundsson í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Á sýningunni, sem ber heitið Náttúrusýn, eru kynntar ljósmyndir af nokkrum geimþokum, ljósmynduðum frá Íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning höfundar en Snævarr hlaut menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði til uppsetningar hennar. Myndatökur af daufum geimþokum, torséðum eða ósýnilegum í sjónskoðun eru með öðru sniði en í hefðbundnum ljósmyndatökum. Lýsa þarf myndirnar afar lengi og samtímis þarf sjónaukinn að fylgja eftir göngu stjarna yfir himinninn. Í sumum myndunum á sýningunni hefur ljósi verið safnað með 30 mín tökum í 12-24 klukkustundir. Sýningin mun standa yfir til 15. apríl 2018.