Tilkynna tröllasmið
Hér fyrir neðan má tilkynna tröllasmið eða tordýflamóður eins og hann er einnig kallaður. Íslenski tröllasmiðurinn telst til sér undirtegundar og finnst aðeins í sveitarfélaginu Hornafirði. Ábendingar frá almenningi um hvar hefur sést til hans hjálpar okkur að gera okkur betur grein fyrir hvar hann sé að finna og yfir hve stórt svæði útbreiðsla hans nær. Áður fyrr var talið að útbreiðsla hans næði frá Hoffelli austur að Almannaskarði og út á Horn en í síðari tíð hefur til hans sést upp í lóni og hefur viðvera hans austan við Almannaskarð verið staðfest. Lesa má meira um tröllasmiðinn og útbreiðslu hans hér.
Myndir af kjálkum tröllasmiðs gangast okkur við rannsóknir á virkni hans og yrðum við því þakklát ef tekst að taka mynd framan á höfuð hans. Lesa má meira um hvernig þær myndir nýtast okkur og af hverju við viljum rannsaka virkni tröllasmiðs hér.
Tilkynningunni þarf að fylgja staðsetning og tímasetning, eins nákvæmt og kostur er á. Gjarnan má láta mynd af tröllasmiðnum sem sást til fylgja með hafi mynd verið tekin.
Ef skráin sem þú vilt senda er of stór má gjarnan senda hana í gegnum WeTransfer og setja info@nattsa.is sem viðtakanda: https://wetransfer.com/