Myndbönd Náttúrustofu Suðausturlands

2025

12. ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 17. mars 2025 var ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands haldinn í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri þar sem farið var yfir starfsemi stofunnar árið 2024.

2024

11. ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 11. mars 2024 var Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands haldinn þar sem farið var yfir starfsemi stofunnar árið 2023.

2022

Fortíðarsamtal fyrir framtíðina

Samstarfsverkefni milli Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sería fjögurra viðtala sem ætlað var að varðveita sögu eldri kvenna á Suðausturlandi. Viðtölin voru birt á afmælishátíð nýheima í ágúst 2022. Rætt var við:

  • Elínborgu Pálsdóttur, fædd á Böðvarshólum í Vesturhópi 3. september 1923, en flutti síðar á Höfn. Viðtalið er tekið 3. september 2021
  • Höllu Bjarnadóttur, fædd á Holtum á Mýrum 24. febrúar 1930 en flutti síðar á Höfn. Viðtalið er tekið 21. september 2021
  • Ingibjörgu Zophoníasdóttur, fædd á Hóli í Svarfaðardal 22. ágúst 1923, en flutti síðar að Hala. Viðtalið er tekið 24. ágúst 2021
  • Laufeyju Lárusdóttur, fædd á Svínafelli í Öræfum 14. ágúst 1927, en bjó síðar í Skaftafelli. Viðtalið er tekið 30. júní 2020

Skúmaskot

Fræðslumyndband um skúminn sett saman úr stiklum sem teknar voru við rannsóknir á varpi skúms á Suðausturlandi. Myndbandið er unnið af Lilju Jóhannesdóttur starfsmanni Náttúrustofu Suðausturlands og var gert árið 2022. Myndbandið var styrkt af Uppbyggingarsjóði sunnlenskra sveitarfélaga og er hluti af örmyndbandagerðinni Vísbandi.

2021

9. ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 21. apríl 2021 var Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands haldinn þar sem farið var yfir starfsemi stofunnar 2023

2018

Skúmey í Jökulsárlóni – landmótun og lífríki

Fræðslumyndband um verkefnið Skúmey í Jökulsárlóni – landmótun og lífríki sem kynnir helstu niðurstöður verkefnisins. Markmið þessa rannsóknar var að athuga landmótun og lífríki á eyjunni skúmey í Jökulsárlóni. Verkefnið var unnið í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, Náttúrustofu Austurlands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðaþjónustuaðila á Jökulsárlóni og Tjörva Óskarsson margmiðlunarfræðing. Var verkefnið styrkt af Vinum Vatnajökuls, Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Sambandi Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS).