solarhringsurkoma-jan-2014
Mynd sem sýnir sólarhringsúrkomu á Höfn í janúar 2013 og 2014. Árið 2013 voru tveir þurrir sólarhringar á Höfn í janúar en í heild mældist 207,6 mm úrkoma þann mánuð, mest 25 mm frá kl. 09 þann 1. janúar til kl. 09 þann 2. janúar. Árið 2014 voru þurrir sólarhringar fimm í janúar en úrkoman í heild mældist 369,7 mm. Úrkomumesta sólarhringinn, frá kl. 09 þann 15. janúar til kl. 09 þann 16. janúar, mældist 40,2 mm úrkoma.