• Samtök náttúrustofa
    Samtök Náttúrustofa (SNS) voru stofnuð formlega þann 16. maí 2002. Náttúrustofa Norðausturlands gerðist aðili að samtökunum skömmu eftir að stofan hóf rekstur en aðilar að samtökunum eru náttúrustofur, sem starfa eftir lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, sbr. lög nr. 92/2002. Markmið samtakanna má finna á heimasíðu þeirra www.sns.is

Auk Náttúrustofu Suðausturlands eru sjö aðrar náttúrustofur starfandi á landinu og eru allar aðilar að SNS. Stofurnar eru:

Náttúrustofa Austurlands
Náttúrustofa Suðurlands
Náttúrustofa Suðvesturlands
Náttúrustofa Vesturlands
Náttúrustofa Vestfjarða
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Náttúrustofa Norðausturlands

SNS hefur gert formlega samstarfssamininga við Hólaskóla og Náttúrufræðistofu Kópavogs