Hlaup í Gígjukvísl

Hlaup í Gígjukvísl

Starfsmaður Jöklahóps Jarðvísindastofnunar varð þess sunnudaginn 23.mars 2014 að vatn var farið að leita úr Grímsvötnum og jökulhlaup væri að hefjast eða hafið. Taldi hann m.a. að íshellan gæti hafa sigið um 5-10 m í kjölfar þess að Grímsvötn væru að tæmast.

Þriðjudaginn 25.mars síðastliðinn (2014) fór starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands að Gígjukvísl á Skeiðarársandi til þess að kanna grunsemdir um rennslisvöxt vegna jökulhlaupsins. Talsvert vatn var í ánni við brúna yfir Gígjukvísl. Voru tekin sýni úr ánni til frekari staðfestingar á hlaupvatni.

Talið er að hlaupið verði svipað að magni og í nóvember 2012, nálægt 0,2 km3 og hámarksrennsli um 1000 rúmm/sek. Reiknað er með að það réni nærri helgi. Sjá nánar upplýsingar á Vatnafar á síðu Veðurstofu Íslands: