Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2019

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2019 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér og myndrænni framsetningu má sjá hér.

Ársfundur stofunnar var haldinn í Nýheimum á Höfn að kvöldi 17. mars og í ljósi samkomubanns var ákveðið að streyma fundinum einnig inn á Facebook stofunnar.

Þar má nú sjá ársfundinn og erindin tvö sem voru flutt að loknum venjubundnum fundi. Erindi Snævarrs Guðmundssonar og Lilju Jóhannesdóttur má sjá hér og ársfundarerindi Matthildar Ásmundardóttur og Kristínar Hermannsdóttur er að finna hér.

Breytingar á fyrirhuguðum fundum vegna Covid-19

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta fyrirhuguðum vinnufundum um Núpsstaðaskóga og Skarðsfjörð sem áttu að fara fram 23. og 24. mars. Ekki er talið forsvaranlegt að kalla fólk saman til skrafs og ráðagerða á þeim tímum sem varað er við samkomum og samvistum með mikilli nálægð. Fundirnir verða auglýstir á ný, um leið og tækifæri gefst.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands verður þó haldinn, þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00 í Nýheimum á Höfn, en slíkur fundur fellur ekki undir varúrðarreglur yfirvalda, því hægt er að halda tveggja metra fjarlægð þar. Fundinum verður streymt á Facebook síðu stofunnar og verður því aðgengilegur öllum sem vilja.

Hér er krækja á síðuna: https://www.facebook.com/natturustofasudausturlands/

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2020

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum á Höfn þriðjudaginn 17. mars 2020  kl. 20:00

Að loknum venjubundnum fundarstörfum halda starfsmenn stofunnar tvö erindi úr starfinu.

  • Jaðarlón við sunnaverðan Vatnajökul: Snævarr Guðmundsson.
  • Staða skúmsins á Suðausturlandi: Lilja Jóhannesdóttir.

Kaffi, te og veitingar í hléi.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta, en einnig er stefnt af því að streyma frá fundinum á fésbók stofunnar.                                            

Stjórnin

Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Núpsstaðarskóga og Skarðsfjörð

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eiga mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum.

Á fundunum verða skoðaðar ólíkar sviðsmyndir eftir því hvort svæðin verða friðlýst eður ei og rætt um möguleg tækifæri og ógnir.

Fundurinn um Núpsstaðarskóga fer fram á Kirkjubæjarstofu frá 13:30-16:00 mánudaginn 23. mars 2020.

Fundurinn um Skarðsfjörð fer fram í Nýheimum frá 13:30-16:00 þriðjudaginn 24. mars 2020.

Fundirnir eru opnir öllum og skráning fer fram á netfanginu kristin@nattsa.is eða í síma 863 4473 til og með mánudeginum 16. mars.


Fjólublár litur markar svæðin sem mögulega stendur til að friðlýsa samkvæmt kortasjá Náttúrufræðistofnunnar Íslands.