Fiðrildagildra 2 á Höfn

Fiðrildagildrur tendraðar og yfirlit yfir fiðrildin frá 2017

Í gær, 16. apríl 2018 var kveikt á þremur fiðrildagildrum á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, en fiðrildavöktun er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. (sjá vef NÍ)

Mynd 1. Björn Gísli Arnarson að tendra aðra gildruna á Höfn, 16. apríl 2018.

Mynd 1. Björn Gísli Arnarson að tendra aðra gildruna á Höfn, 16. apríl 2018.

Árið 2017 voru gildrurnar einnig þrjár á Suðausturlandi. Tvær í Einarslundi við Hornafjörð og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 17. apríl var kveikt á þeim og loguðu þær langt út í nóvember.

Fyrstu fiðrildin veiddust á Höfn í byrjun maí, en flest fiðrildi voru í þeim við vitjun seinni hluta ágúst, 329 stykki í annarri gildrunni og 455 stykki í hinni (gildru-2). Umsjón með gildrunum er í höndum Björns Gísla Arnarsonar og starfsmanna Náttúrustofu Suðausturlands.

Fyrstu fiðrildin í Mörtungu komu í gilduna í byrjun maí og flest voru fiðrildin í henni við vitjun um 20. ágúst, 813 stykki. Umsjón með gildrunni er í höndum Rannveigar Ólafsdóttur.

Mynd 2 sýnir fjölda veiddra fiðrilda í hverri viku sumarið 2017. Flest þeirra komu í gildrurnar um miðbik og síðari hluta ágúst, en mjög fá veiddust eftir lok september.

Heildarfjöldi fiðrilda sem kom í viku hverri 2017

Mynd 2. Heildarfjöldi fiðrilda sem kom í viku hverri 2017

Á mynd 3 má sjá þær tíu tegundir sem algengastar voru í gildrunum sumarið 2017 og hlutfall þeirra af heildinni á hverjum stað. Í allt komu 23-25 tegundir í gildrurnar og heildarfjöldinn sem gildrurnar fönguðu yfir sumarið var 6129 fiðrildi og komu 43% þeirra í gildruna í Mörtungu. Fjöldi veiddra fiðrilda á milli ára hélst nokkuð stöðugur.

Mynd 3. Hlutfall algengustu fiðrilda af heildinni á hverjum stað á Suðausturland sumarið 2017.

Mynd 3. Hlutfall algengustu fiðrilda af heildinni á hverjum stað á Suðausturland sumarið 2017.

Algengasta tegundin í Mörtungu er grasvefari, en tígulvefari í báðum gildrum á Höfn. Fjöldi grasvefara og jarðygla í Mörtungu sker sig úr samaborið við gildrurnar á Höfn. Einnig er áberandi mikið af tílugvefara á Höfn, samanborið við Mörtungu.

Á síðustu árum hafa allt í allt veiðst 48 tegundir fiðrilda á Höfn, en 38 tegundir í Mörtungu.

Grasvefari

Mynd 4. Grasvefari (Eana osseana) – algengast fiðrildið árið 2017 í Mörtungu

Jarðygla

Mynd 5. Jarðygla (Diarsia mendica) – . Tegund sem var mun algengarari í Mörtungu en á Höfn sumarið 2017.

Ef einstaka flækingstegundir eru skoðaðar má sjá að gammayglur komu í allar gildrurnar á SA-landi sumarið 2017, eða 13 stykki í allt (mynd 5), en það er algengasta flækingstegundin hér á landi. Eins komu 8 kálmölir í gildruna í Mörtungu, en á Höfn komu einungis einn slíkur í gildruna.

Gammaygla - flækingsfiðrildi á Íslandi

Mynd 6. Gammaygla (Autographa gamma)– algengasta flækingsfiðrildið á Íslandi.

 

Mynd 7. Kálmölur (Plutella xylostella). Flækingur sem einnig fannst á Suðausturlandi sumarið 2017.

 

 

Hörfandi jöklar. Við Skaftafellsjökul Ljósm.: Helga Árnadóttir 26.6.2017.

Hörfandi jöklar

Út er komin skýrslan; Hörfandi jöklar – Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Eins og heitið bendir til eru í henni kynntar gönguleiðir, þaðan sem hægt er að fá glögga sýn á þær breytingar sem orðið á jöklum á síðustu áratugum.

Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands, Jöklarannsóknafélagið og Durham háskóli. Markmið verkefnisins er að auka vitund fólks, raunar um allan heim, um þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og áhrif þeirra á umhverfið. Hér á landi sjást beinar afleiðingar hlýnandi loftslags einna best á jöklunum.

Hér eru tillögur að fimm gönguleiðum innan þjóðgarðsins og tekið saman hvaða upplýsingum er hægt að koma á framfæri á hverri leið. Úttektin var gerð á þessum leiðum sumarið 2017. Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs sáu um að velja leiðirnar. Einnig fengum við góða hjálp frá Dr David Evans, frá Durham háskóla, við val á leiðunum og að lýsa jökulmenjum.

Leiðirnar sem eru tilgreindar í skýrslunni eru allar mjög aðgengilegar og tekur yfirleitt stuttan tíma að ganga. Auðvelt er að aka að þeim og í öllum tilfellum er um að ræða hringleiðir svo að sífellt ber eitthvað nýtt fyrir augu. Reynt var að velja þær með misjafnar áherslur varðandi landmótun og hop í huga.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér eða sækja hana á útgefið efni hjá Náttúrustofu Suðausturlands.

Hörfandi jöklar. Við Skaftafellsjökul Ljósm.: Helga Árnadóttir 26.6.2017.

Hörfandi jöklar. Við Skaftafellsjökul Ljósm.: Helga Árnadóttir 26.6.2017.

Hoffellsjökull. Ljósm.: Náttúrustofa Suðausturlands/Snævar Guðmundsson, 28.6.2017.

Hoffellsjökull. Ljósm.: Náttúrustofa Suðausturlands/Snævar Guðmundsson, 28.6.2017.