Kvísker

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2017

Fjórði ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn á Icelandair Hótelinu á Kirkjubæjarklaustri miðvikudaginn 29. mars 2017  kl. 20:00.

Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands.

  • Kvískerjajöklar – Jöklabreytingar í ljósi gamalla ritheimilda og vitnisburðar Kvískerjabræðra: Snævarr Guðmundsson
  • Kynning á verkefninu „Hættumat vegna jökulvatna í Skaftárhreppi“: Kristín Hermannsdóttir.
  • Stærsti sjónauki til stjörnurannsókna á Íslandi settur upp á Hornafirði: Snævarr Guðmundsson.

Kaffi, te og léttar veitingar í hléi.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta

Hornafriði 14. mars 2017

Stjórnin

Stjörnuskoðun í kvöld, fimmtudaginn 2. mars 2017

Í kvöld lítur út fyrir ágæt skilyrði til stjörnuskoðunar. Því ætlum við að bjóða áhugasömum í heimsókn í stjörnuhúsið á Markúsarþýfishól á milli 19:30 og 20:30. Áhersla verður lögð á að skoða tunglið og reikistjörnuna Venus, sem er hátt á lofti um þessar mundir. Þeir sem eiga sjónauka eru hvattir til að koma með þá.