Skuggamyndir í nóvember

Mælingaferð að Heinabergsjökli

Föstudaginn 4. nóvember fóru tveir starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands með nemendum og kennurum frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og Helgu Árnadóttur frá Vatnajökulsþjóðgarði í mælingaferð að Heinabergsjökli. Fyrirfram höfðu allir nemendurnir ákveðið hlutverk við mælinguna á stöðu sporðsins á Heinabergsjökli. Stórt lón er fyrir framan jökulröndina og því þarf að notast við fjarlægðarmælingar og þríhyrningamælingar. Verkfæri sem voru með í ferð voru því mælistöng, málbönd, byggingakíkir og fjarlægðarmælir. Einnig var dróninn, sem náttúrustofan og FAS eiga saman, hafður með. Hann var sendur á loft eins oft og hægt var, en lengst af var of hvasst fyrir hann. Með drónanum náðust flottar loftmyndir sem gáfu nýtt sjónarhorn á jökulinn. Nokkrar myndir úr ferðinni fylgja þessari frétt. Einnig klipptu nemendur í FAS saman stutt myndband af ferðinni úr gögnum frá drónanum og má sjá það hér. Höfundar myndbandsins eru Elín Ása Heiðarsdóttir, Helgi Sæmundsson og Ísabella Ævarsdóttir. Niðurstöður úr mælingunum má lesa á vef FAS.

 

Hluti af hópnum sem fór að mæla Heinabergsjökul 4. nóvember 2016. Mynd tekin með dróna.

Hluti af hópnum sem fór að mæla Heinabergsjökul 4. nóvember 2016. Mynd tekin með dróna.

Horft yfir Heinabergsjökul með dróna úr 15 m hæð yfir jörðu.

Horft yfir Heinabergsjökul með dróna úr 15 m hæð yfir jörðu.

 

Dróninn á flugi rétt yfir Eyjólfi Guðmundssyni og nemendum úr FAS við Heinabergslón, 4. nóvember 2016. Mynd: Kristín Hermannsdóttir.

Dróninn á flugi rétt yfir Eyjólfi Guðmundssyni og nemendum úr FAS við Heinabergslón, 4. nóvember 2016. Mynd: Kristín Hermannsdóttir.

Hoffellsjökull

Náttúrustofa Suðausturlands og Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu fjárfesta saman í dróna

Nýlega bættist í tækjabúnað Náttúrustofu Suðausturlands og Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu. Að þessu sinni var fjárfest í DJI Phantom 4 dróna. Nokkrir aðilar styrktu kaupin, Landsbankinn, Nettó, Skinney-Þinganes, flutningadeild KASK og Uppbyggingasjóður Suðurlands.

Dróninn kemur til með að nýtast Náttúrustofu og FAS vel við margvísleg verkefni. Nefna má eftirlit og mælingar á jöklum, ekki síst þar sem erfitt og hættulegt er að fara um. Þar verður nú hægt að fljúga yfir og afla gagna úr lofti, þar sem hægt verður að mynda jökulsporða ofan frá eða framan við t.d. þar sem lón liggja við jökulinn. Einnig verður hægt að nýta hann við kortlagningu á jökulgörðum og öðrum jarðmenjum. Dróninn mun þar að auki nýtast vel við gerð yfirlitsmynda og fræðsluefnis í tengslum við ýmis verkefni sem Náttúrustofan vinnur að.

2. nóv. 2016

Mynd tekin beint niður í um 20 m hæð yfir Nýheimum og þar má grilla í stjórnendur drónans fyrir miðri mynd á grasinu.

2. nóv. 2016

Mynd tekin með drónanum 2. nóvember 2016 fyrir utan Nýheima á Höfn með útsýni til jökla. Hjördís Skírnisdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, Eyjólfur Guðmundsson og Snævarr Guðmundsson prófa tækið.

dji_0009

Þessi mynd var tekin fyrstu braut á Silfurnesgolfvelli 18.október 2016 þegar dróninn var prófaður í fyrsta sinn.

dji_0043

Snævarr Guðmundsson og Kristín Hermannsdóttir við Hoffellssjökul.

dji_0036

Dróninn hefur verið prófaður síðustu daga, m.a. við við Hoffelssjökul þar sem þessi mynd var tekin úr 216 m hæð yfir sjávarmáli 28. október 2016.

Save