Holuhraun 22. september 2014

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015

Í tilefni dags íslenskrar náttúru hafa Náttúrustofa Suðausturlands og Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn ákveðið að standa fyrir viðburði á Höfn í Hornafirði.

Miðvikudaginn 16. september kl. 20 verða flutt tvö fræðsluerindi í Gömlubúð. Erindin tengjast bæði Holuhrauni, en rúmt ár er síðan þar hófst eldgos.

Fyrst flytur Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands erindi sem kallast: Áhrif landslags og veðurs á gasútbreiðslu úr Holuhrauni

Strax á eftir flytur Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði erindi sem kallast: Eldgos í þjóðgarði –landvarsla á umbrotatímum og í nýju landi

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Kl. 06 til kl. 12 þennan sama dag ætlar Fuglaathugunarstöð Suðausturlands að vera með opið í Einarslundi. Þar verður hægt að fylgjast með merkingum á fuglum.  Hér má sjá fésbókarsíðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands.

Allir velkomnir.

Víða um land verða haldnir viðburðir í tengslum við dag íslenskrar náttúru og má sjá upplýsingar um þá á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

logo VÞ ISL logo-mjög-litid-i-lit VI_bottom_gradient_office_web_pos_rgb

 

Kóngasvarmi í Skaftafelli

Sunnudaginn 30. ágúst 2015 sást og náðist fiðrildi af tegundinni kóngasvarmi í Skaftafelli. Finnandi var Valdís Kjartansdóttir og kom hún með hann til Náttúrustofu Suðausturlands á Höfn. Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni á Náttúrufræðistofnun Íslands var þetta sjöundi kóngasvarminn sem finnst hér á landi í sumar, en sá fyrsti fannst vestur í Dölum 25. ágúst. Einnig náðu skipverjar á Sigurði VE einum fyrir austan land. Sjá hér.

Kóngasvarminn sem fannst í Skaftafelli um helgina.  Bolurinn er um 50 mm að lengd, en vænghafið mun meira. Ljósmynd Kristín Hermannsdóttir

Kóngasvarminn sem fannst í Skaftafelli um helgina. Bolurinn er um 50 mm að lengd, en vænghafið mun meira. Ljósmynd Kristín Hermannsdóttir

Kóngasvarmi er nánast árlegur flækingur til Íslands og stundum berst hingað nokkur fjöldi samtímis. Hann er eitt stærsta skordýr sem hingað berst, með vænghaf allt að 12 cm. Hann er þó fyrst og fremst á ferli í myrkri og getur þá farið huldu höfði. Kóngasvarmi hefur fundist hérlendis frá lokum júlí og nokkuð fram í október. Hann er auðþekktur á stærðinni og hefur stundum verið mistekinn fyrir fugl. Vængirnir eru gráir með flekkjum og beltum í mismunandi tónum og á afturbol erum hliðstæðir bleikir blettir á hverjum lið.
Nánar má lesa um kóngasvarma á vef Náttúrufæðistofnunar Íslands.