Gasmóða yfir Hornafirði?

Íbúar í Hornafirði urðu þess varir, síðdegis þann 23. september 2014, að óvenjuleg móðuský bárust inn yfir héraðið í heiðríkju. Var þetta í annað sinn á stuttum tíma sem það gerist en einnig varð vart blámóðu laugardaginn 20 september.  Slíks varð reyndar vart víða um land og á hálendinu (sjá mynd frá Eldgjá).  Í þetta sinn sást móðan þokast yfir fjalllendi við rætur Vatnajökuls og breiðast smám saman yfir láglendið í nokkurri hæð. Byrgði að nokkru sýn til sólar svo rauðleitri birtu sló yfir. Myndirnar, sem voru teknar frá Nesjum, sýna móðuna eftir að hún fór að skríða inn yfir fjöllin um kl 17:00. Ekki er hægt að fullyrða afdráttarlaust hvort um sé að ræða gasmóðu frá gosstöðvunum í Holuhrauni eða óvenjuleg skýjamyndun. Þetta sýnir hins vegar að mikilvægt er að fá mælitæki hingað á staðinn til þess að skera úr um það.

Blámóða í Eldgjá 20. 9. 2014. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Blámóða sást víða á landinu laugardaginn 20. september 2014. Myndin er frá Eldgjá og tekin um kl 11:00. Má sjá að þar lá móða yfir. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

 

Gasmóða eða óvenjuleg ský?

Óvenjulegt ský eða gasmóða yfir Fláajökli. Myndin er tekin sunnan við Borgir í Nesjum. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, kl 17:00 23. sept 2014

Óvenjulegt ský eða gasmóða? Myndin er tekin sunnan við Borgir í Nesjum. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, kl 17:00 23. sept 2014.

Óvenjulegt ský eða gasmóða yfir fjallendi Hornafjarðar og Mýra. Myndin er tekin sunnan við Borgir í Nesjum. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, kl 17:00 23. sept 2014.

 

 

Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Jöklabreytingar á Breiðamerkurjökli

Frá lokum 19. aldar hafa miklar breytingar orðið á íslenskum jöklum og þeir hörfað og rýrnað vegna hlýnandi loftslags. Jöklarnir náðu mestu stærð á sögulegum tíma um 1890, eftir nokkurra alda kuldaskeið sem nefnt er litla ísöld. Í nýlegri M.Sc. ritgerð Snævars Guðmundssonar (2014), um Breiðamerkurjökul og Kotárjökul, kemur fram að frá ~1890 til 2010 hopaði sporður Breiðamerkurjökuls rúma 5 km að meðaltali og um 114 ferkm lands kom undan jökli. Jafnframt rýrnaði jökullinn um 69 rúmkm að vatnsgildi eða um 20%. Verkefnið er meðal fyrstu rannsókna sem Náttúrustofa Suðausturlands innir af hendi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar 13. september 2014. Þær sýna Breiðamerkurjökul og Jökulsárlón. Ísinn kelfir af jökulsporðinum í lónið og brotnar upp í jaka. Ferlið flýtir fyrir rýrnun jökulsins og hann hopar hraðar. Ísinn rekur tímabundið um sem jakar á lóninu, ferðalöngum til ánægju, en bráðnar að lokum  og hverfur.

 

Vestur- og Miðarmur Breiðamerkurjökuls. Einnig sjást Máfabyggðir (uppi t. v.) og Esjufjöll (ofan við miðja mynd). Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Vestur- og Miðarmur Breiðamerkurjökuls. Einnig sjást Máfabyggðir (uppi t. v.) og Esjufjöll (ofan við miðja mynd). Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Breiðamerkurjökull kelfir í Jökulsárlón, þ. e. það brýtur af jöklinum og. Ísinn kelfir af jökulsporðunum í lónin og brotnar upp í jaka sem reka á lóninu, ferðalöngum til ánægju, uns þeir bráðna. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Breiðamerkurjökull kelfir í Jökulsárlón, þ. e. það brýtur af jöklinum og. Ísinn kelfir af jökulsporðunum í lónin og brotnar upp í jaka sem reka á lóninu, ferðalöngum til ánægju, uns þeir bráðna. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

 

Eldgosið í Holuhrauni

Umbrotahrina í Bárðarbungu, sem hófst 16. ágúst 2014, og eldgosið í Holuhrauni hafa ekki farið fram hjá  landsmönnum. Starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands skoðaði gosstöðvarnar nýverið og tók meðfylgjandi myndir. Þær voru teknar frá Kverkfjöllum þann 7. september. Það var 10 dögum eftir að gos hófst (aðfaranótt 29. ágúst). Myndir voru síðan teknar á flugi þann 13. september, þær sýna eldsprunguna  sem fékk auknefnið Baugur og Baugsbörn.

Myndin er tekin frá Kverkfjöllum í 1760 m hæð, þann 7. september 2014, sama dag og hraunið náði í farveg Jökulsár á Fjöllum. Kvikustrókarnir frá Baugi náðu meira en 150 m hæð. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Myndin er tekin frá Kverkfjöllum í 1760 m hæð, þann 7. september 2014, sama dag og hraunið náði í farveg Jökulsár á Fjöllum. Kvikustrókarnir frá Baugi náðu meira en 150 m hæð. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

 

Hraunið rann út í farveg við Jökulsá á Fjöllum þann 7.september. Áin færði sig til eftir því sem hraunjaðarinn skreið fram án gufusprenginga eða gervigígamyndana. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Hraunbrúnin 13. september 2014. Hraunið rann út í farveg Jökulsá á Fjöllum þann 7. september. Áin færði sig til eftir því sem hraunjaðarinn skreið fram, þó án gufusprenginga eða gervigígamyndunar. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Suðri spúði stöku hraunslettum en í botninu var mögnuð hrauntjörn. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Suðri spúði stöku hraunslettum en í botninu var mögnuð hrauntjörn. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Myndin sýnir virkasta hluta eldsprungunnar sem var miðsvæðis á henni og vísindamenn hafa auðkennt Baug og Baugsbörn. Suðvestanstrekkingur var á gossvæðinu og bar gufu og gas frá eldvarpinu til norðausturs. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Myndin sýnir virkasta hluta eldsprungunnar sem var miðsvæðis á henni og vísindamenn hafa auðkennt Baug og Baugsbörn. Suðvestanstrekkingur var á gossvæðinu og bar gufu og gas frá eldvarpinu til norðausturs. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Baugur og hraunelfur sem frá honum rennur. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.

Gígurinn Baugur og hraunelfur sem frá honum rennur. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2014

Á degi íslenskrar náttúru 16. september 2014 stendur Náttúrustofa Suðausturlands fyrir gönguferð með leiðsögn.

Farið verður kl 17 frá „sólinni“ á Óslandshæð og gengið að Leiðarhöfða. Leiðsögnin felst fyrst og fremst í því að sagt verður frá líkani af sólkerfinu sem sett hefur verið upp við göngustíginn.

Allir velkomnir og beðnir um að koma klæddir eftir veðri

.Auglýsing-gönguferd