Líkan af sólkerfinu sett upp við göngustíg á Höfn í Hornafirði

Í dag var lokið við að setja upp líkan af sólkerfinu við göngustíg sem liggur vestan byggðar á Höfn.  Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshæð en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar.  Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í heild sinni tæpa klukkustund.

Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni.

Nánar má lesa um verkefnið og fá frekari upplýsingar um sólkerfið hér.

Búið er að gefa út bæklinga um náttúrustíginn og sólkerfið á íslensku og ensku.  Er það von starfsmanna Náttúrustofu Suðausturlands að sem flestir hafi gagn og gaman af líkaninu, en með göngu á stígnum er hægt að fræðast um sólkerfið auk þess að njóta útiverunnar, fjörunnar og fuglalífsins.

Guðni Karlsson flutti gabbrósteina frá Litlahorni að stígnum og kom þeim fyrir á réttum stöðum.

Guðni Karlsson flutti Gabbrósteina frá Litlahorni að stígnum og kom þeim fyrir á réttum stöðum.

Jóhann Helgi Stefánsson og Snævarr Guðmundsson stóðu að uppsetningu á steinum og skiltum auk þess að koma reikistjörnunum á rétta staði.

Jóhann Helgi og Snævarr sáu um uppsetningu á skiltum auk þess að koma reikistjörnunum á rétta staði.

Jóhann Helgi Stefánsson og Kristín Hermannsdóttir skrúfuðu og límdu reikistjörnurnar á sína staði.

Jóhann Helgi og Kristín skrúfuðu og límdu reikistjörnurnar á sína staði.

Snævarr Guðmundsson stendur við hlið líkans af sólinni, en það er 65 cm í þvermál og stendur á Óslandshæð.

Snævarr við hlið líkans af sólinn, en hún er 65 cm í þvermál og stendur á Óslandshæð.

Júpiter er stærsta reikistjarnan og er 6,5 cm í þvermál í líkaninu.

Júpiter er stærsta reikstjarnan og er 6,5 cm í þvermál í líkaninu.

Á meðan skiltin og reikistjörnurnar voru settar upp komu nokkrar áhugasamar stúlkur og skoðuðu þau.

Áhugasamar stúlkur skoða skiltin um leið og þau voru komin upp.

Veðurfar á Höfn – hálfsárs uppgjör

Þegar rýnt er í veðurtölur fyrir Höfn frá áramótum og til júníloka árið 2014, má sjá að þar hefur verið mun hlýrra en meðalárið og einnig mun úrkomumeira. Stærsta frávikið í hitatölum má sjá í janúar (4,0°C), en minsta í mai (0,9°C).  Mesta frávikið í úrkomutölum má sjá í  í janúar þegar úrkoman var um 280 % af mánaðarmeðaltalinu, en minnsta frávikið var í júní, þegar einungis rigndi um 57 % af mánaðarmeðaltalinu. Það sem af er júlí (skrifað 7.júlí) hafa mælst um 78 mm á Höfn, en meðaltal júlímánaðar er um 88 mm (1981-2010) svo ekki er langt í land að meðaltalið náist þennan mánuðinn hvað varðar úrkomu.

Út frá þessum tölum má sjá að mánuðirnir frá áramótum hafa verið hagstæðir fyrir allan gróður, skepnur og menn á þessu svæði, hlýtt og rakt, en þó hafa einnig verið góðir og sólríkir dagar inn á milli.

Sláttur hófst snemma hjá mörgum bændum í sveitarfélaginu og nokkrir eru farnir að taka upp kartöflur.  Má því búast við góðri uppskeru þetta sumarið en einnig bera bláberjalyng og krækiberjalyng talsvert af sætukoppum og grænjöxlum svo líkur eru á góðu berjasumri.

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir meðalhita á Höfn árið 2014 og frávik frá 30 ára meðaltali (1961-1990)

Mánuður Meðalhiti (°C ) Frávik frá meðaltali 1961-1990 ( °C)
Janúar

4,1

4,0

Febrúar

2,5

1,9

Mars

3,5

2,3

Apríl

5,4

2,6

Mai

7,2

0,9

Júní

10,9

2,4

 

 

 

 

 

 

 

Tafla sem sýnir mælt úrkomumagn á Höfn 2014 og hlutfall af 30 ára meðaltalsúrkomu (1961-1990)

Mánuður Úrkomumagn (mm) Hlutfall úrkomu af meðaltali 1961-1990 (%)
Janúar

369,7

281,4

Febrúar

195,8

147,7

Mars

211,7

192,5

Apríl

121,5

143,1

Mai

67,1

85,4

Júní

40,7

56,9

 

Á vef Veðurstofu Íslands má sjá finna yfirlit yfir veðurfar í Reykjavík og á Akureyri fyrstu fimm mánuði ársins. Þar er sagt frá því að óvenjuhlýtt hafi verið í Reykjavík það sem af er ársins og einungis hafi þrisvar sinnum verið hlýrra þar frá upphafi samfelldra mælinga, 1871. Það var árið 1964, 1929 og 2003. Á Akureyri hafa fyrstu fimm mánuðir ársins aðeins verið sex sinnum hlýrri (frá 1882 að telja).

Ekki er hægt að finna sambærilegar tölur fyrir Höfn eða veðurstöðvar sem þar hafa verið starfræktar, en eitt er víst að það sem af er ári hefur veður verið gott á margan hátt, hlýtt og mátulega blautt.

Hvernig framhaldið verður skal ósagt látið.

Í krækjunum hér fyrir neðan má sjá myndrænt hvernig meðalmánaðarhiti hefur verið á Höfn og hvernig úrkoman var í hverjum mánuði það sem af er árinu.

hiti-2014 úrkoma-2014

 

Sigurður Bjarnason tók myndina

Merking á kríuungum í Óslandi

Síðdegis þann 3. júlí tók starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands þátt í merkingum á kríuungum í Óslandi. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands sá um að merkja þá unga sem fundust en nokkur ungmenni aðstoðu einnig við að finna ungana í háu og blautu grasinu. Þann  dag voru merktar 161 kríur af Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og þar af voru 124 þeirra í Óslandi. Einnig fundust nokkrir dauðir ungar.  Mikil úrkoma hefur verið á Höfn síðustu sólarhringa og því verða lífsskilyrði fyrir litla ófleyga kríuunga slæm og sumir þeirra kafna eða krókna í blautu grasinu sem leggst yfir þá.

Til að fræðast nánar um  merkingar á fuglum má lesa vef Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/dyralif/fuglar/fuglamerkingar/  en Fuglaathugunarstöð Suðausturlands er með merkingarleyfi frá henni.

Brynjúlfur Brynjólfsson og tveir ungir menn leita að kríuungum í blautu grasi

Brynjúlfur Brynjólfsson og tveir ungir menn leita að kríuungum í blautu grasi

 Hettumáfsungi sem fannst og var einnig merktur

Hettumáfsungi sem fannst og var einnig merktur

Kríuungi í höndum á ungum leitarmanni

Kríuungi í höndum á ungum leitarmanni

Vegna rigninga undarnfarna daga var grasið mjög blautt og hafði lagst niður

Vegna rigninga undanfarna daga var grasið mjög blautt og hafði lagst niður

Kríuungi í höndum starfsmanns Náttúrustofu Suðausturlands

Kríuungi í höndum starfsmanns Náttúrustofu Suðausturlands

Kríuungi sem kúrir í grasinu.  Nú er þessi ungi kominn með merki á hægri fót.

Kríuungi sem kúrir í grasinu. Nú er þessi ungi kominn með merki á hægri fót.

Stoltur ungafangari.  Að vísu skeit unginn á jakkann hans, en það skipti ekki máli

Stoltur ungafangari. Að vísu skeit unginn á jakkann hans, en það skipti ekki máli

Brynjúlfur Brynjólfsson merkingarmaður heldur hér á stálpuðum kríuunga sem búið var að merkja.

Brynjúlfur Brynjólfsson merkingarmaður heldur hér á stálpuðum kríuunga sem búið var að merkja.