Klettafrú við Breiðamerkurjökul

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands ses. hefur ákveðið að halda ársfund stofunnar fimmtudaginn 10. apríl n.k. kl. 18:00.
Fundurinn er í haldinn í Nýheimum, Litlubrú 2, Hornafirði.

Dagskrá:
1.      Formaður setur fundinn
2.      Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.      Skýrsla stjórnar
4.      Afgreiðsla reikninga
5.      Rekstrar- og starfsáætlun / skýrsla forstöðumanns
6.      Önnur mál


Á fundinum verður boðið uppá kaffi, te og konfekt.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til forstöðumanns á netfangið kristin@nattsa.is.

Stjörnuskoðun í kvöld – aflýst vegna skýja

Fyrirhugaðri stjörnuskoðun á vegum Náttúrustofu Suðasturlands, sem fara átti fram frá nýbyggðri stjörnuathugunarstöð í kvöld 1.april kl. 20:30-22:00, er aflýst vegna skýja.   Þetta er viðburður í tengslum við Leyndardóma Suðurlands og verður reynt á ný á fimmtudaginn 3.april. Áhugasamir geta fylgst með hér á vefnum eða á facebook síðu Náttúrustofu Suðausturlands.