Sólarupprás í Óslandi 19. desember 2014

Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands jólin 2014

Náttúrustofa Suðausturlands sendir öllum vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Kristín Hermannsdóttir tók myndina

Styrkþegar á Hótel Natura 1.desember við móttöku á styrkjum

Styrkur frá Vinum Vatnajökuls

Í síðustu viku tók Náttúrustofa Suðausturlands við styrk í verkefni sem stofan mun vinna að á nýju ári. Styrkurinn er í verkefni sem kallast „Náttúrustígur – jarðfærði svæðisins kynnt“. Í lýsingu á verkefninu segir: Náttúrustofa Suðausturlands hefur með velvilja Sveitarfélagsins Hornafjarðar og í samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar hafið gerð fróðleiksstígs, allt frá himingeimnum (sólkerfinu) til jökla, jarðfræði og flóru svæðisins til þess að kynna samhengi þess stóra og smáa í náttúrunni. Á göngustígnum, vestanmegin við byggðina á Höfn í Hornafirði er ætlunin að koma fyrir upplýsingum um náttúruna í víðu samhengi. Frá stígnum, sem nú er auðkenndur sem Náttúrustígur, er frábært útsýni til jökla og suðausturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrsta skrefið í verkefninu var tekið sumarið 2014 þegar líkan af sólkerfinu í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum var sett upp við stíginn. Næsti hluti sem gera skal skil á er jarðfræði og flóra suðaustanverðs Vatnajökulsþjóðgarðs. Stefnt er á að flytja stór grjót (grettistök) úr héraðinu að heppilegum stað/stöðum við stíginn ásamt jurtum úr flóru Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar verða einnig sett upp viðeigandi fræðsluskilti.

Alls hlutu 24 verkefni styrki að þessu sinni og má lesa nánar um það á vef Vina Vatnajökuls: http://www.vinirvatnajokuls.is/styrkir/ og fréttir um styrkveitinguna á mbl.is.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/12/01/uthluta_taeplega_40_milljonum_i_styrki/